Loading...
Ver 2019-01-29T20:57:56+00:00

VER ehf er innflutningsfyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við sjávarútveginn. Fyritækið var stofnað árið 1982 á Akranesi og hefur verið rekið þar síðan.

Hefur markmið félagsins verið að bjóða upp á fyrsta flokks vörur fyrir sjávarútveginn og stuðla að innleiðingu nýjunga sem auka öryggi og hag viðskiptavina félagsins.

Orðið VER þýðir jafnframt haf og/eða útgerðarstaður. Það að “fara í verið” þýddi í gamla daga það að bændur fóru úr sveitinni til strandar í útgerðastöð á útmánuðum til veiða. Orðið VER er einnig notað í samsettum orðum og þá í tengslum við viðskipti eins og verslun. Orðið á þess vegna vel við þetta fyrirtæki sem starfar að mestu á sviði viðskipta með vörur fyrir sjávarútveginn.

VER ehf er með lagerinn að Faxabraut 7 Akranesi, þar sem Nótastöðin hf var til húsa.

VER ehf er með lagerinn að Faxabraut 7 Akranesi, þar sem  Nótastöðin hf var til húsa.